Rafræn skilríki

Rafræn skilríki geta verið á ýmsu formi. Þau geta verið á debetkortum, snjallkortum, símakortum og einkatölvum svo dæmi séu tekin. Rafræn skilríki má nota bæði til auðkenningar og undirskriftar.

Afhending nýrra debetkorta með rafrænum skilríkjum er með öðrum hætti en afhending hefðbundinna debetkorta vegna rafrænu skilríkjanna. 

Snjallkortin með rafrænum skilríkjum eru plastkort í sömu stærð og debetkort með örgjafa þar sem skilríkin eru vistuð á öruggu svæði.

Atvinnulífið getur bæði notfært sér rafræn skilríki til að sinna erindum sínum við hið opinbera með skilvirkum hætti og bætt og aukið þjónustu við almenna viðskiptavini.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica